Ekki skal skrá upphæðir launagreiðslna en skrá skal upplýsingar um launað vinnuframlag, starfsemi og stjórnarsetu sem hér segir:
1.1 Skrá skal öll launuð störf, verkefni eða starfsemi ef heildargreiðsla á almanaksári er kr. 250.000 eða hærri. Skrá starfsheiti, nafn vinnuveitanda eða verkkaupa eða tilefni greiðslu eftir því sem við á.Í 6. grein siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Kópavogbæ kemur fram:
Skrá skal eignir sem hér segir:
3.1 Fasteign innan sveitarfélagsins, en undanþegnar eru fasteignir sem ætlaðar eru til eigin nota viðkomandi fulltrúa og fjölskyldu hans, sem er a.m.k. að þriðjungi í eigu kjörins fulltrúa, eða félags sem hann á að þriðjungi eða meira.
4.1 Samkomulag við fyrrverandi vinnuveitanda sem er fjárhagslegs eðlis, þar á meðal samkomulag um orlof, launalaust leyfi, áframhaldandi launagreiðslur eða fríðindi, lífeyrisréttindi og ámóta meðan setið er í bæjarstjórn. Skrá skal gerð samkomulags og nafn vinnuveitanda.